Mögnuð byrjun Ara í Norrköping (myndskeið)

Ari Freyr Skúlason leikur sinn fyrsta leik með Norrköping.
Ari Freyr Skúlason leikur sinn fyrsta leik með Norrköping. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Freyr Skúlason byrjaði tímabilið í sænska fótboltanum með glæsibrag en hann var aðeins 24 mínútur að skora fyrir sitt nýja lið, Norrköping, og það var heldur betur gert með tilþrifum.

Flautað hefur verið til hálfleiks í leik Norrköping og Sirius þar sem staðan er 1:0 fyrir heimaliðið. Ari skoraði markið með miklum þrumufleyg af 25 metra færi, efst í hægra markhornið, eins og sjá má á myndskeiðinu hér fyrir neðan.

Ari kom til liðs við Norrköping um mánaðamótin frá Oostende í Belgíu en hann lék um árabil með Häcken og Sundsvall í Svíþjóð.

Uppfært kl. 17.35:
Leikurinn endaði 1:1. Ari lék allan tímann með Norrköping en Finnur Tómas Pálmason var á varamannabekknum. Ísak Bergmann Jóhannesson og Oliver Stefánsson voru ekki í leikmannahópi Norrköping. Hjá Sirius var Aron Bjarnason í nítján manna hópi fyrir leikinn en var ekki á leikskýrslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert