Tæpur fyrir leikinn gegn Liverpool

Lucas Vazquez slasaðist í samstuði við Sergio Busquets.
Lucas Vazquez slasaðist í samstuði við Sergio Busquets. AFP

Sóknarmaðurinn Lucas Vázquez er tæpur fyrir seinni leik Real Madrid og Liverpool í átta liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta vegna meiðsla sem hann varð fyrir í 2:1-sigri Real á Barcelona í gærkvöldi.

Vázquez meiddist á hné í leiknum en ekki er ljóst hve lengi hann verður frá keppni vegna meiðslanna. Þurfti  hann að fara af velli á 43. mínútu. Þá fékk Federico Valverde einnig högg í seinni hálfleiknum en meiðsli hans eru ekki talin jafn alvarleg og hjá Vázquez.

Þá er óljóst með þátttöku Raphhael Varane og Sergio Ramos gegn Liverpool en Varane greindist með kórónuveiruna á dögunum og Ramos er að glíma við meiðsli í kálfa.

Real vann fyrri leikinn á heimavelli 3:1 síðastliðinn þriðjudag en seinni leikurinn fer fram á Anfield á miðvikudaginn kemur.

mbl.is