Varnarmaðurinn skoraði sigurmarkið

Matteo Darmian fagnar sigurmarki sínu í dag.
Matteo Darmian fagnar sigurmarki sínu í dag. AFP

Forysta Inter á toppi ítölsku efstu deildarinnar í knattspyrnu er áfram 11 stig eftir að varnarmaðurinn Matteo Darmian skoraði sigurmarkið í 1:0-sigri liðsins á Cagliari á heimavelli í dag.

Hægri bakvörðurinn skoraði markið á 77. mínútu og hefur Inter nú unnið 11 leiki í röð og jafnframt alla 11 leiki sína hingað til í seinni umferð tímabilsins, sem er met. AC Milan tókst að vinna fyrstu tíu leiki seinni umferðarinnar tímabilið 1989/90.

AC Milan hafði saxað aðeins á forskot Inter í gær með 3:1-útisigri gegn Parma þar sem Zlatan Ibrahimovic fékk rautt spjald. Inter er með 74 stig og AC Milan 63 en átta umferðir eru eftir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert