Barcelona verðmætast – sex ensk meðal tíu efstu

Real Madrid hafði betur, 2:1, þegar verðmætustu félög heims mættust …
Real Madrid hafði betur, 2:1, þegar verðmætustu félög heims mættust síðasta laugardagskvöld í spænsku 1. deildinni. AFP

Barcelona er komið fram úr Real Madrid sem verðmætasta knattspyrnufélag heims og sex ensk félög eru í hópi þeirra tíu verðmætustu.

Þetta er niðurstaðan í árlegri úttekt Forbes Magazine sem var birt í dag. Munurinn á spænsku stórveldunum er sáralítill en Barcelona er metið á 4,76 milljarða dollara en Real Madrid á 4,75 milljarða.

Þessi tíu knattspyrnufélög eru þau verðmætustu í dag, samkvæmt Forbes Magazine:

1 Barcelona, Spáni, 4,76 milljarðar dollara
2 Real Madrid, Spáni, 4,75 milljarðar dollara
3 Bayern München, Þýskalandi, 4,22 milljarðar dollara
4 Manchester United, Englandi, 4,2 milljarðar dollara
5 Liverpool, Englandi, 4,1 milljarðar dollara
6 Manchester City, Englandi, 4 milljarðar dollara
7 Chelsea, Englandi, 3,2 milljarðar dollara
8 Arsenal, Englandi, 2,8 milljarðar dollara
9 París SG, Frakklandi, 2,5 milljarðar dollara
10 Tottenham, Englandi, 2,3 milljarðar dollara

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert