Sýndu Herði stuðning fyrir leikinn

Hörður Björgvin Magnússon leikur ekki knattspyrnu næstu mánuðina.
Hörður Björgvin Magnússon leikur ekki knattspyrnu næstu mánuðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Leikmenn rússneska knattspyrnuliðsins CSKA Moskva sýndu liðsfélaga sínum Herði Björgvini Magnússyni stuðning í dag þegar þeir hituðu upp í bolum með áletruðum batakveðjum til íslenska landsliðsmannsins.

Hörður Björgvin sleit hásin í fæti í leik á dögunum og verður frá keppni næstu mánuðina. CSKA birti mynd á twitter af leikmönnunum með kveðju til Harðar, sem var að vonum fljótur að þakka fyrir sig.

CSKA hóf leik klukkan 16 gegn Rotor Volgograd á heimavelli sínum í Moskvu og Arnór Sigurðsson er í byrjunarliðinu.mbl.is