PSG hefndi sín á Bayern

Kylian Mbappe í baráttunni við Benjamin Pavard í kvöld.
Kylian Mbappe í baráttunni við Benjamin Pavard í kvöld. AFP

Paris Saint-Germain er komið í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í fótbolta þrátt fyrir 0:1-tap fyrir Bayern München á heimavelli í seinni leik liðanna í París í kvöld. PSG vann fyrri leikinn á útivelli 3:2 og fer því áfram á mörkum skoruðum á útivelli.

PSG var töluvert sterkari aðilinn stóran hluta leiks og fékk Neymar nokkur úrvalsfæri til að skora fyrsta markið en Manuel Neuer sýndi hvers vegna hann er talinn besti markvörður heims með flottri frammistöðu.

Það nýtti Bayern sér því Eric Maxim Choupo-Moting, fyrrverandi leikmaður PSG, skoraði gegn gangi leiksins á 40. mínútu er hann fylgdi á eftir skoti frá David Alaba og var staðan í hálfleik 1:0.

Bayern sótti mikið undir lokin, en vörn PSG stóð þétt og fleiri urðu mörkin ekki. PSG mætir annaðhvort Manchester City eða Borussia Dortmund í undanúrslitum.

PSG 0:1 Bayern München opna loka
90. mín. Það verða fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert