Allt of góðir til að spila í Frakklandi

Kylian Mbappé og Neymar hita upp fyrir leikinn gegn Bayern …
Kylian Mbappé og Neymar hita upp fyrir leikinn gegn Bayern München í gær. AFP

Jamie Carragher, sparkspekingur hjá Sky Sports og fyrrverandi leikmaður knattspyrnufélags Liverpool, hefur ekki miklar mætur á frönsku 1. deildinni.

Carragher var sérfræðingur í setti hjá CBS Sport þegar PSG sló Bayern München úr leik í átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar í gær.

PSG er komið áfram í undanúrslit keppninnar, annað árið í röð, en liðið lék til úrslita í keppninni á síðustu leiktíð þar sem það tapaði 1:0-fyrir Bayern í úrslitaleik í Lissabon.

„Neymar fór til PSG til þess að vinna Meistaradeildina og verða besti knattspyrnumaður heims,“ sagði Carragher.

„Ferillinn hans stendur og fellur með því hvort hann vinni Meistaradeildina eða ekki, með PSG. Hann fór frá Barcelona því hann vildi ekki vera í skugga Messis.

Ef PSG vinnur Meistaradeildina í ár þá verður annaðhvort Neymar eða Kylian Mbappé kjörinn besti knattspyrnumaður heims.

Mér líkar ekki að sjá þá félaga í Frakklandi og leikmenn með þessi gæði eiga ekki að spila fyrir PSG.

Þeir eiga ekki að vera að spila í frönsku 1. deildinni, þetta er ekki góð deild, í besta falli í meðallagi. Hæfileikaríkir leikmenn hafa ekkert að gera í þessa deild,“ bætti Carragher við.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert