Kemst hann loksins í undanúrslitin?

Pep Guardiola er mættur með sína menn í Manchester City …
Pep Guardiola er mættur með sína menn í Manchester City til Dortmund. AFP

Pep Guardiola hefur aldrei komist með Manchester City í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu frá því hann tók við sem knattspyrnustjóri félagsins árið 2016 en það gæti loksins breyst í kvöld.

Manchester City er mætt til Þýskalands með naumt  forskot gegn Dortmund, 2:1, eftir sigur í heimaleiknum. Undanfarin ár hefur City alltaf fallið út í sextán liða eða átta liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Sjálfur hefur Guardiola sagt að strax á fyrsta degi hafi hinir arabísku eigendur félagsins gert honum ljóst að hann ætti að færa félaginu Evrópubikarinn.

Leikur liðanna hefst klukkan 19, eins og viðureign Liverpool og Real Madrid, þar sem spænsku meistararnir eru með 3:1-forskot, og báðir leikirnir verða í beinum textalýsingum hér á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert