Skrílslæti í Liverpool

Leikmönnum liðanna heitt í hamsi í leiknum sem nú stendur …
Leikmönnum liðanna heitt í hamsi í leiknum sem nú stendur yfir. Dómarinn Bjorn Kuipers stillir til friðar. AFP

BBC greinir frá því í kvöld að rútan sem flutti knattspyrnulið Real Madríd á Anfield í kvöld vegna leiks Liverpool og Real Madríd í Meistaradeild Evrópu hafi orðið fyrir árás. 

Forráðamenn FC Liverpool hafa nú þegar fordæmt hegðunina en rúða brotnaði í rútunni í árásinni. Talsmaður Liverpool segir félagið fordæma hegðunina sem hafi verið til skammar og með öllu óásættanlega. Taldi hann að um nokkra einstaklinga væri að ræða. Um leið bað hann gestina frá Spáni afsökunar á þessum móttökum. 

Ýmsu virðist hafa verið grýtt í rútuna þegar hún nálgaðist leikvanginn en þar beið nokkur fjöldi fólks eins og gengur fyrir leiki sem þessa. Var í það minnsta kastað af nógu miklu afli til að brjóta tvöfalt gler í rútunni. 

mbl.is