Fjögurra leikja bann hjá UEFA

Dómarinn Daniele Orsato rekur Stefan Savic af velli fyrir að …
Dómarinn Daniele Orsato rekur Stefan Savic af velli fyrir að brjóta á Antonio Rüdiger sem liggur á jörðinni. AFP

Stefan Savic, svartfellski varnarmaðurinn í liði Atlético Madrid, var í dag úrskurðaður í fjögurra leikja bann í Evrópukeppni af UEFA fyrir framkomu sína í leik liðsins við Chelsea í síðasta mánuði.

Chelsea sló spænska toppliðið út í sextán liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu hinn 17. mars. Savic var þá rekinn af velli eftir viðskipti við Antonio Rüdiger, varnarmann Chelsea, en á leið sinni af velli hellti hann sér yfir einn dómaranna.

Atlético Madrid er jafnframt sektað um 14 þúsund evrur fyrir óviðunandi framkomu liðs og leikmanna, m.a. vegna knattspyrnustjórans Diegos Simeones. Hann hlaut jafnframt aðvörun frá UEFA.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert