Mikael og meistararnir fallnir úr keppni

Mikael Anderson verður ekki danskur bikarmeistari í ár.
Mikael Anderson verður ekki danskur bikarmeistari í ár. Ljósmynd/Szilvia Micheller

Danmerkurmeistarar Midtjylland eru úr úr leik í dönsku bikarkeppninni eftir ósigur gegn bikarmeisturum SönderjyskE, 3:1, í seinni undanúrslitaleik liðanna sem fram fór í Haderslev á Suður-Jótlandi í dag.

Midtjylland hafði unnið heimaleikinn 1:0 en það dugði skammt. Eftir markalausan fyrri hálfleik var SönderjyskE komið í 3:0 þegar tíu mínútur voru eftir. Fyrrverandi Stjörnumaðurinn Alexander Scholz, sem hefur verið frábær í vörn Midtjylland, skoraði m.a. sjálfsmark.

Evander da Silva náði að skora fyrir Midtjylland undir lokin en það var ekki nóg. Leikurinn endaði 3:1 og SönderjyskE vann einvígið 3:2.

Mikael Anderson var í byrjunarliði Midtjylland en var skipt af velli á 67. mínútu þegar staðan var 2:0.

SönderjyskE mætir annaðhvort Randers eða AGF í úrslitaleiknum en seinni viðureign þeirra hefst kl. 17. Randers vann fyrri leikinn 2:0 í Árósum og stendur því vel að vígi á heimavelli í dag. Jón Dagur Þorsteinsson er að vanda í byrjunarliði AGF.

Uppfært kl. 19.06:
Leikur Randers og AGF endaði 1:1 þannig að Jón Dagur og félagar eru úr leik en Randers leikur til úrslita. Jón lék fyrstu 64 mínúturnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert