Pogba: Þeir vildu að ég fengi rautt

Paul Pogba í slagnum í kvöld.
Paul Pogba í slagnum í kvöld. AFP

Paul Pogba segist sýna því skilning að knattspyrnustjórinn Ole Gunnar Solskjær hafi tekið Frakkann af velli eftir fyrri hálfleikinn gegn Granada í Evrópudeildinni í kvöld. 

„Ég var kominn með gula spjaldið og hafði farið í tæklingar. Það þurfti því að taka mig út af. Ég braut af mér eftir að hafa fengið gula spjaldið og sá alla leikmenn Granada fara fram á að ég yrði rekinn út af. Stjórinn taldi því betra að skipta mér út en að ég fengi rauða spjaldið. Það var óheppilegt að fá gula spjaldið. Mér fannst brotið ekki verðskulda spjald en maður verður að taka því. Við unnum og það skiptir mestu máli,“ sagði Pogba í samtali við BT Sport í kvöld en hann lagði upp fyrra mark United fyrir Cavani. Skallaði þá laglega aftur fyrir sig og beint á Cavani. 

„Ég hljóp inn í teiginn og vissi að Cavani var fyrir aftan mig. Það var hins vegar fullkomið hvernig boltinn féll fyrir hann og úr varð fallegt mark.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert