Settur á sölulista hjá Barcelona

Samuel Umtiti í leik með Barcelona í febrúar.
Samuel Umtiti í leik með Barcelona í febrúar. AFP

Franski knattspyrnumaðurinn Samuel Umtiti er kominn á sölulista en hann er samningsbundinn Barcelona á Spáni.

Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu en Umtiti gekk til liðs við Barcelona frá Lyon sumarið 2016 og á tvö ár eftir af samningi sínum við spænska félagið.

Miðvörðurinn, sem er 27 gamall, hefur verið óheppinn með meiðsli undanfarin tímabil en hann hefur einungis komið við sögu í tíu leikjum með Barcelona í deildinni á tímabilinu, þar af hefur hann byrjað fimm þeirra.

Umtiti er verðmetinn á 15 milljónir punda en hann hefur tvívegis orðið Spánarmeistari með Barcelona og tvívegis bikarmeistari.

Hann á að baki 31 landsleik fyrir Frakka en hann var í lykilhlutverk með franska landsliðinu þegar liðið varð heimsmeistari í Rússlandi sumarið 2018.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert