Guðrún hafði betur í Íslendingaslag

Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.
Guðrún Arnardóttir í leik með íslenska landsliðinu.

Guðrún Arnardóttir og stöllur hennar í Djurgården unnu nauman 1:0-sigur á Örebro, sem Berglind Rós Ágústsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir leika með, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í dag.

Bæði Guðrún og Berglind Rós léku allan leikinn í liðum sínum en Cecilía Rán var allan tímann á varamannabekk Örebro.

Eina mark leiksins gerði sænski miðjumaðurinn Sara Olai, á 16. mínútu.

Olai fékk svo beint rautt spjald á 72. mínútu þegar hún var aftasti varnarmaður og braut af sér innan vítateigs. Karin Lundin steig á vítapunktinn fyrir hönd Örebro en brást bogalistin.

Fyrr í dag skildu Växjö og AIK jöfn, 1:1, í opnunarleik sænsku úrvalsdeildarinnar. Hallbera Guðný Gísladóttir lék allan leikinn og var fyrirliði AIK í honum en Andrea Mist Pálsdóttir sat allan tímann á varamannabekk Växjö.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert