Skoraði sigurmarkið á Spáni

Diego Jóhannesson skoraði sigurmarkið.
Diego Jóhannesson skoraði sigurmarkið. AFP

Real Oviedo hafði betur gegn Sporting Gijón á útivelli í spænsku B-deildinni í fótbolta í dag, 1:0.

Diego Jóhannesson, sem á þrjá A-landsleiki að baki fyrir Ísland, skoraði sigurmarkið strax á sjöttu mínútu en hann lék allan leikinn með Oviedo. Þetta var aðeins fjórði leikur Diego á tímabilinu en hann hefur mátt sitja á varamannabekknum í flestum leikjum liðsins.

Liðið er í 14. sæti deildarinnar með 43 stig og siglir lygnan sjó þegar sjö umferðir eru eftir.  

mbl.is