Beckham braut Beckham-regluna

David Beckham.
David Beckham. AFP

David Beckham, stofnandi og eigandi knattspyrnufélagsins Inter Miami, braut reglur sem nefndar voru í höfuðið á honum sjálfum er félagið samdi við franska miðjumanninn Blaise Matuidi fyrir síðustu leiktíð.

Hvert félag má semja við þrjá leikmenn sem telja ekki til launaþaksins í bandarísku deildinni. Reglugerðin var sett á er Beckham kom til Los Angeles Galaxy árið 2007 og er þekkt sem Beckham-reglan.

Inter Miami hafði þegar samið við Gonzalo Higuaín, Rodolfo Pizarro og Mathias Pellegrini og skráð þá sem svo kallaða TAM-leikmenn, en laun þeirra leikmanna telja ekki þegar kemur að launaþakinu, áður en félagið samdi við Mathuidi og varð hann þá fjórði leikmaðurinn.

Ekki er ljóst hver refsing félagsins verður. Liðið hefur leik á nýju tímabili í bandarísku deildinni gegn LA Galaxy í kvöld á heimavelli.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert