Skoraði í fyrsta leik í Svíþjóð

Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði í fyrsta deildarleiknum í Svíþjóð.
Sveindís Jane Jónsdóttir skoraði í fyrsta deildarleiknum í Svíþjóð. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kristianstad og Eskilstuna skildu jöfn, 1:1, í fyrstu umferð sænsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. 

Íslenska landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki lengi að láta að sér kveða í fyrsta deildarleiknum í Svíþjóð því hún kom Kristianstad yfir á 12. mínútu. Felicia Rogic jafnaði á 41. mínútu og þar við sat. 

Sveindís er lánsmaður frá Wolfsburg. Hún gekk í raðir þýska félagsins eftir eitt ár að láni hjá Breiðabliki en hún er uppalin hjá Keflavík. Elísabet Gunnarsdóttir þjálfar Kristianstad. Sif Atladóttir var allan tímann á bekknum en hún er komin af stað á ný eftir að hafa verið í barneignafríi á síðasta tímabili.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert