Knattspyrnuleikir leiðinlegir án stuðningsmanna

Eric Cantona.
Eric Cantona. AFP

Eric Cantona, einn snjallasti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar á tíunda ártugnum, segir knattspyrnuíþróttina ekki vera merkilega án stuðningsmanna. Félögin og leikmennirnir þurfi að bera virðingu fyrir stuðningsmönnunum. 

Cantona segist hafa fundið þörf fyrir að tjá sig í ljósi áætlana um nýja félagsliðadeild í Evrópu. Nú hafi bestu liðin í Evrópu og bestu leikmennirnir leikið síðasta árið á tómum leikvöngum eða allt að því tómum og leikirnir séu leiðinlegir. Sé það áminning um að stuðningsmennirnir skipti mestu máli í íþróttinni. 

Þar af leiðandi eigi þeir skilið að virðing sé borin fyrir þeirra hlutverki. „Ætli félögin sem vilja stofna nýja deild hafi borið fyrirætlanir sínar undir stuðningsmennina?“ spyr Cantona og svarar spurningunni sjálfur. „Nei. Og það er synd.“

mbl.is