Liðunum sparkað úr Meistaradeildinni nú þegar?

Félögin sem kynnt voru sem stofnfélög nýrrar deildar í knattspyrnunni.
Félögin sem kynnt voru sem stofnfélög nýrrar deildar í knattspyrnunni. AFP

Jesper Möller, stjórnarmaður í Knattspyrnusambandi Evrópu, UEFA, var harðorður á ársþingi UEFA sem nú stendur yfir og hvetur til aðgerða nú þegar gegn félögum sem vilja stofna nýja deild og eru enn með í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu. 

Að mati Danans eiga Chelsea, Real Madríd og Manchester City ekki að fá tækifæri til að ljúka keppni í Meistaradeild Evrópu fyrst þau ætla að vera með því að stofna nýja keppni fram hjá UEFA. Þessi þrjú lið eru í undanúrslitum keppninnar ásamt París St. Germain.

„Þessi lið þurfa að víkja og ég býst við að það verði raunin á föstudaginn. Í framhaldinu þurfum við að vinna út úr því hvernig best sé að ljúka Meistaradeildinni á þessu keppnistímabili,“ sagði Möller en Simon Evans, blaðamaður hjá Reuters, hefur þetta eftir honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert