Tók Real fram yfir Liverpool og París

David Alaba í leik gegn Wolfsburg.
David Alaba í leik gegn Wolfsburg. AFP

Austurríkismaðurinn snjalli David Alaba hefur ákveðið að ganga til liðs við Real Madríd að þessu keppnistímabili loknu. 

Alaba hafði áður gert upp við sig og tilkynnt að hann myndi yfirgefa Bayern München eftir ellefu ár með aðalliði félagsins.

Real Madríd varð fyrir valinu og er Alaba sagður af Guardian hafa samþykkt að gera fimm ára samning við spænska stórveldið. 

Blaðið telur að Liverpool og París St. Germain hafi einnig gert leikmanninum tilboð. 

mbl.is