Dæmdur fyrir dreifingu barnakláms

Christoph Metzelder, fyrir miðju, yfirgefur réttarsalinn í Düsseldord í dag.
Christoph Metzelder, fyrir miðju, yfirgefur réttarsalinn í Düsseldord í dag. AFP

Christoph Metzelder, fyrrverandi leikmaður þýska landsliðsins í knattspyrnu og Real Madrid, var í dag úrskurðaður í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir dreifingu á barnaklámi.

Varnarmaðurinn fyrrverandi var handtekinn í september 2019 þar sem tæplega 300 myndir af barnaníði fundust í síma hans.

„Ég tók skjáskot af myndum sem ég fann á netinu og tók þátt í að dreifa þeim,“ sagði Metzelder fyrir rétti í Düsseldorf í dag.

Metzelder, sem er fertugur í dag, lék 47 landsleiki fyrir Þjóðverja og var í þýska hópnum sem vann til silfurverðlauna á HM 2002 í Suður-Kóreu og Japan og til bronsverðlauna á HM 2006 í Þýskalandi.

Hann lék lengst af með Borussia Dortmund, frá 2000 til ársins 2007, en gekk til liðs við Real Madrid árið 2007 þar sem hann náði aldrei að sýna sitt rétta andlit vegna meiðsla.

Hann yfirgaf spænska félagið árið 2010 og gekk til liðs við Schalke en hann lagði skóna á hilluna árið 2014.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert