Hefur ekki misst af deildarleik í fimm ár

Iñaki Williams fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað …
Iñaki Williams fagnar með liðsfélögum sínum eftir að hafa skorað gegn Atlético Madríd í mars síðastliðnum. AFP

Iñaki Williams, framherji spænska knattspyrnuliðsins Athletic Bilbao, státar af ansi merkilegri tölfræði.

Hann hefur nefnilega spilað 191 leik í röð í spænsku 1. deildinni og þar með ekki misst af leik með Bilbao í yfir fimm ár.

Þetta þykir ansi óvenjulegt, sérstaklega hjá útileikmanni, enda ansi algengt að flestir þeirra verði fyrir einhverju hnjaski á einhverjum tímapunkti og missi þar með af leikjum inn á milli.

Williams, sem á ganverska foreldra sem komu til Spánar sem flóttamenn, er fæddur í Bilbao og hefur leikið með liðinu og varaliðum þess allan sinn meistaraflokksferil.

Hann á einn landsleik að baki fyrir Spán og hefur einnig leikið tvo landsleiki fyrir óopinbert landslið Baskahéraðs.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert