Fyrsti byrjunarliðsleikurinn í nítján mánuði

Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag.
Sif Atladóttir var í byrjunarliði Kristianstad í dag. mbl.is/Hari

Sif Atladóttir, landsliðskona Íslands í knattspyrnu og leikmaður Kristianstad í sænsku úrvalsdeildinni, sneri aftur í byrjunarliðið hjá Kristianstad þegar liðið tók á móti Vittsjö í dag.

Leiknum lauk með 1:0-sigri Kristianstad en Elsa Edgren skoraði sigurmark leiksins á 61. mínútu.

Sif, sem lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Kristianstad, var síðast í byrjunarliði Kristianstad í október 2019 en hún var í barneignarleyfi á síðustu leiktíð.

Kristianstad fer með sigrinum upp í þriðja sæti deildarinnar og er með 7 stig, líkt og Häcken, en Rosengård er í efsta sæti deildarinnar með fullt hús stiga eða 9 stig eftir þrjá leiki.

Sif á að baki 82 A-lands­leiki og hef­ur verið fasta­kona í landsliðinu und­an­far­in ár. Hún er þriðja leikja­hæsta knatt­spyrnu­kona Íslands í deilda­leikj­um talið en hún hef­ur leikið 307 deilda­leiki á Íslandi, í Þýskalandi og í Svíþjóð á ferl­in­um.

mbl.is