Glímir við krabbamein en kom inn á

Sol Bamba í leik með Cardiff City haustið 2018.
Sol Bamba í leik með Cardiff City haustið 2018. AFP

Sol Bamba sneri aftur á knattspyrnuvöllinn þegar hann kom inn á sem varamaður hjá Cardiff City í 1:1 jafntefli gegn Rotherham United í lokaumferð ensku B-deildarinnar í dag.

Bamba greindist með Non-Hodgkin’s eitilfrumukrabbamein í byrjun árs og hefur verið í geislameðferð undanfarna mánuði.

Fyrir réttum mánuði síðan hóf Bamba æfingar með Cardiff að nýju og í dag sneri hann aftur á völlinn.

Á twitteraðgangi sínum sagðist hann hæstánægður með að hafa getað snúið aftur á knattspyrnuvöllinn, þó hann hefði helst haft viljað hafa stuðningsmenn Cardiff City á svæðinu.

mbl.is