Kolbeinn fékk víti á ögurstundu

Kolbeinn Sigþórsson reyndist Gautaborg drjúgur í dag.
Kolbeinn Sigþórsson reyndist Gautaborg drjúgur í dag. Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson átti góðan leik og fékk vítaspyrnu sem leiddi til jöfnunarmarks Gautaborgar í 1:1 jafntefli gegn nágrönnum sínum í Häcken í sænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Godwill Ekpolo kom gestunum í Häcken yfir á 56. mínútu og virtist liðið vera að sigla stigunum þremur í höfn þegar Kolbeinn féll í vítateignum á sjöttu mínútu uppbótartíma eftir viðskipti við Joona Toovio.

Dómarinn benti á vítapunktinn og Tobias Sana, fyrirliði Gautaborgar, steig á hann og jafnaði metin. Lokatölur því 1:1.

Gautaborg er eftir leikinn um miðja deild, 8. sæti, með 6 stig. Häcken er í 15. og næstneðsta sæti með tvö stig.

Valgeir Lunddal Friðriksson og Oskar Tor Sverrisson sátu allan tímann á varamannabekk Häcken.

mbl.is