Barcelona missti niður góða stöðu - dýrmæt stig í súginn

Leikmenn Barcelona áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í …
Leikmenn Barcelona áttu erfitt með að leyna vonbrigðum sínum í leikslok enda gætu þessi úrslit kostað þá meistaratitilinn. AFP

Sergio León reyndist hetja Levante þegar liðið fékk Barcelona í heimsókn í spænsku 1. deildinni í knattspyrnu í kvöld. Leiknum lauk með 3:3-jafntefli en Leon skoraði jöfnunarmark Levante á 83. mínútu.

Barcelona missti þar af tveimur gríðarlega mikilvægum stigum í baráttunni um spænska meistaratitilinn. Barcelona er með 76 stig í öðru sæti deildarinnar þegar liðið á tvo leiki eftir. Atlético Madrid er með 77 stig á toppnum og Real Madrid 75 stig í þriðja sæti en bæði lið eiga þrjá leiki eftir.

Lionel Messi og Pedri voru á skotskónum fyrir Barcelona um miðjan fyrri hálfleikinn og var staðan 2:0, Barcelona í vil, í hálfleik.

Ganzalo Melero minnkaði muninn fyrir Levante á 57. mínútu áður en José Luis Morales jafnaði metin fyrir Levante, tveimur mínútum síðar.

Ousmane Dembélé kom Barcelona yfir á nýjan leik á 64. mínútu áður en León gerði út um vonir Börsunga á 83. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert