Fékk blóðtappa og verður lengi frá

Oliver Stefánsson ásamt Ísaki Bergmanni Jóhannessyni þegar þeir gengu til …
Oliver Stefánsson ásamt Ísaki Bergmanni Jóhannessyni þegar þeir gengu til liðs við Norrköping frá ÍA. Ljósmynd/kfia.is

Oliver Stefánsson, varnarmaður sænska úrvalsdeildarfélagsins Norrköping, verður frá næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa fengið blóðtappa fyrir neðan háls.

Fótbolti.net greinir frá.

Oliver, sem er 18 ára gamall, hefur verið meira og minna meiddur frá því hann kom til Íslendingafélagsins seint á árinu 2018.

Þrálát mjaðmarmeiðsli urðu þess valdandi að tvö ár liðu á milli æfingaleikja sem hann náði að spila með Norrköping, fyrst á undirbúningstímabilinu 2019 og svo fyrr á þessu ári.

Þrátt fyrir það stendur Oliver keikur: „Það er bara áfram gakk, það þýðir ekkert annað en að halda áfram,“ sagði hann í samtali við Fótbolta.net.

mbl.is