Í liði umferðarinnar í Danmörku

Aron Elís Þrándarson hefur spilað vel í Danmörku að undanförnu.
Aron Elís Þrándarson hefur spilað vel í Danmörku að undanförnu. Ljósmynd/@totalfl

Knattspyrnumaðurinn Aron Elís Þrándarson er í liði umferðarinnar í dönsku úrvalsdeildinni hjá danska miðlinum Tipsbladet eftir góða frammistöðu gegn AaB í fallriðli deildarinnar á föstudaginn.

Leiknum lauk með 1:0-sigri OB en Aron Elís lék fyrstu 76. mínúturnar á miðsvæðinu hjá OB og stóð sig afar vel.

Með sigrinum tryggði OB sæti sitt í dönsku úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en liðið er með 36 stig, 11 stigum frá fallsæti, þegar þrjár umferðir eru eftir af riðlakeppninni.

„Aron Elís er fullur sjálfstrausts eftir að Michael Hemmingsen tók við liðinu,“ segir í umfjöllun Tipsbladet um leikmanninn.

„Hann átti mjög góðan leik gegn AaB, átti miðsvæðið og vann öll sín einvígi,“ segir enn fremur í umfjöllun Tipsbladet.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert