Kolbeinn spilar og spilar

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Kolbeinn Sigþórsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, virðist vera að komast í fína leikæfingu í Svíþjóð eftir að hafa gengið í gegnum dimma dali sem knattspyrnumaður. 

Kolbeinn lék allan leikinn í dag í framlínu Gautaborgar en liðið gerði markalaust jafntefli gegn Kalmar á útivelli. IFK Gautaborg hefur gert fjögur jafntefli í fyrstu leikjunum og er með 7 stig eftir sex leiki. 

Hammarby byrjar nokkuð vel og er með 10 stig eins og fjögur önnur lið. Fyrir ofan er Djurgården með 15 stig. Jón Guðni Fjóluson var allan leikinn í miðri vörn Hammarby þegar liðið vann 3:1 útisigur á Varberg. 

Örebro vann 3:2 útisigur gegn Häcken en Valgeir Lunddal var ónotaður varamaður hjá Häcken og Oskar Tor Sverrisson var ekki í leikmannahópnum. Häcken er í neðsta sæti og bíður enn eftir fyrsta sigrinum í deildinni á leiktíðinni. 

Sirius tapaði fyrir Elfsborg á heimavelli 0:2 en Aron Bjarnason var ekki í leikmannahópi Sirius. Í engum leikjanna fjögurra í dag tókst heimaliðinu að vinna. 

Það er spurning hvort Jón Guðni Fjóluson verði í toppbaráttu …
Það er spurning hvort Jón Guðni Fjóluson verði í toppbaráttu í Svíþjóð í sumar. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert