Lykilmaður Real Madrid kominn í einangrun

Toni Kroos er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Real …
Toni Kroos er í stóru hlutverki á miðjunni hjá Real Madrid. AFP

Þýski knattspyrnumaðurinn Toni Kroos er kominn í einangrun vegna kórónuveirunnar og  óvíst er hvort hann spili tvo síðustu leiki Real Madrid í spænsku 1. deildinni.

Real Madrid skýrði frá því í morgun að Kroos hefði verið sendur í einangrun þar sem hann hefði umgengist smitaðan einstakling. Sjálfur hafi hann greinst neikvæður í skimun en þurfi að vera í einangrun þar til allt sé orðið öruggt.

Real Madrid er í slag við granna sína í Atlético Madrid um spænska meistaratitilinn og er tveimur stigum á eftir þeim þegar tvær umferðir eru eftir. Liðið leikur við Athletic Bilbao á útivelli á sunnudaginn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert