Viðar skoraði í Íslendingaslag

Viðar Örn minnkaði muninn fyrir Vålerenga gegn Kristiansund.
Viðar Örn minnkaði muninn fyrir Vålerenga gegn Kristiansund. Ljósmynd/Vålerenga

Viðar Örn Kjartansson var á skotskónum fyrir Vålerenga þegar liðið fékk Kristiansund í heimsókn í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag.

Leiknum lauk með 2:1-sigri Kristiansund en Viðar Örn skoraði eina mark Vålerenga í uppbótartíma.

Brynjólfur Andersen Willumsson lék fyrstu 70 mínúturnar með Kristiansund sem er með 3 stig í sjötta sæti deildarinnar en Vålerenga er í fjórða sætinu með 4 stig. 

Samúel Kári Friðjónsson lék fyrstu 63. mínúturnar þegar liðið hans Viking fékk Tromsø í heimsókn en leiknum lauk með 1:0-sigri Tromsø.

Adam Örn Arnarson kom inn á sem varamaður hjá Tromsø á 82. mínútu en liðið er með 4 stig í fimmta sæti deildarinnar en Viking er í sjöunda sætinu með 3 stig.

Þá var Emil Pálsson ónotaður varamaður hjá Sarpsborg þegar liðið fékk Haugesund í heimsókn en Sarpsborg er með 1 stig í níunda sæti deildarinnar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert