Torres snýr óvænt aftur

Fernando Torres ætlar að snúa aftur.
Fernando Torres ætlar að snúa aftur. AFP

Spænski knattspyrnumaðurinn Fernando Torres mun taka upp skóna á nýjan leik og semja við nýtt félag á föstudag. Hann greindi sjálfur frá á Instagram.

Torres lagði skóna á hilluna árið 2019 eftir farsælan feril með Liverpool, Chelsea, Atlético Madríd og spænska landsliðinu, en honum virðist leiðast lífið án fótboltans.

„Ég hef ákveðið að snúa til baka. Á föstudaginn mun ég greina frá hvar ég spila næst,“ skrifaði Torres á Instagram.

 
mbl.is