Leikmaður United stal senunni af Ronaldo

Bruno Fernandes var áberandi í kvöld.
Bruno Fernandes var áberandi í kvöld. AFP

Portúgal hafði betur gegn Ísrael, 4:0, í vináttuleik karla í fótbolta í Lissabon í kvöld. Leikurinn var sá síðasti hjá Portúgal fyrir Evrópumótið.

Bruno Fernandes kom Portúgal yfir á 42. mínútu og aðeins tveimur mínútum síðar lagði hann upp mark á Cristiano Ronaldo og var staðan í hálfleik 2:0.

Joao Cancelo, leikmaður Manchester City, skoraði þriðja markið á 86. mínútu og Fernandes kórónaði glæsilegan leik sinn með fjórða markinu í uppbótartíma.

mbl.is