Sotsjí vill fá KA-manninn

Brynjar Ingi Bjarnason fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki í gær.
Brynjar Ingi Bjarnason fagnar sínu fyrsta landsliðsmarki í gær. AFP

Rússneska knattspyrnufélagið Sotsjí hefur mikinn áhuga á að fá Brynjar Inga Bjarnason til liðs við sig. Brynjar er eftirsóttur því ítalska félagið Lecce vill einnig fá hann í sínar raðir.

Akureyri.net greindi frá áhuga Sotsjí en áður hafði verið greint frá því að ónefnt félag í Rússlandi hefði áhuga á varnarmanninum unga.

Brynjar hefur slegið í gegn með íslenska landsliðinu síðustu daga og leikið vel gegn Mexíkó, Færeyjum og Póllandi. Skoraði hann sitt fyrsta landsliðsmark gegn Pólverjum með glæsilegu skoti.

Sotsjí hafnaði í fimmta sæti rússnesku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð.

mbl.is