Bjartsýnn að fá Messi í sínar raðir

Lionel Messi gæti leikið í Bandaríkjunum áður en ferlinum lýkur.
Lionel Messi gæti leikið í Bandaríkjunum áður en ferlinum lýkur. AFP

Jorge Mas, meðeigandi knattspyrnufélagsins Inter Miami í Bandaríkjunum, er bjartsýnn að félagið geti klófest Lionel Messi í framtíðinni.

Samningur Messi við Barcelona rennur út eftir leiktíðina en hann mun líklegast skrifa undir nýjan samning á næstu vikum. Messi virðist hafa tekið u-beygju en hann vildi ólmur yfirgefa Barcelona síðasta sumar.

Mas er hinsvegar bjartsýnn að Messi leiki með Miami-liðinu eftir að ferli hans hjá Barcelona lýkur.

„Ég er bjartsýnn að við sjáum Messi í Inter Miami-teyju. Það sýnir metnaðinn hjá okkur. Við viljum búa til heimsklassa lið og að koma til okkar væri gott skref í lok ferilsins hjá besta leikmanni sinnar kynslóðar,“ sagði Mas við Miami Herald en hann á félagið ásamt David Beckham.  

mbl.is