Frá Liverpool til Parísar

Georginio Wijnaldum er kominn til Parísar.
Georginio Wijnaldum er kominn til Parísar. AFP

Hollenski knattspyrnumaðurinn Georg­inio Wijn­ald­um hefur gert þriggja ára samning við franska félagið Paris SG. 

Miðjumaður­inn kem­ur til fé­lags­ins frá Li­verpool þar sem hann hef­ur leikið frá ár­inu 2016 en samn­ing­ur hans í Bítla­borg­inni renn­ur út um næstu mánaðamót.

Wijn­ald­um hef­ur verið lyk­ilmaður í liði Li­verpool und­an­far­in ár en hann varð Evr­ópu- og Eng­lands­meist­ari með liðinu.

Alls lék hann 237 leiki fyr­ir fé­lagið í öll­um keppn­um þar sem hann skoraði 22 mörk og lagði upp önn­ur sex­tán.

mbl.is