Höfnuðu boði United í Sancho

Borussia Dortmund vill fá hærri upphæð fyrir Jadon Sancho.
Borussia Dortmund vill fá hærri upphæð fyrir Jadon Sancho. AFP

Þýska knattspyrnufélagið Borussia Dortmund hefur hafnað 67 milljón punda boði Manchester United í enska vængmanninn Jadon Sancho.

Dortmund vill fá samtals tæplega 15 milljónir punda til viðbótar, þ.e. tíu og hálfa milljón sem hluta af kaupverðinu og 4,25 milljónir í árangurstengdar bónusgreiðslur.

BBC greinir frá þessu og þar segir einnig að forsvarsmenn United vilji dreifa greiðslunum yfir fimm ára tímabil en að Dortmund taki í hæsta lagi fjögur ára tímabil til greina.

Forsvarsmenn United vega nú og vega meta hvort þeir muni hækka tilboð sitt.

mbl.is