Ráðinn stjóri skoska stórliðsins

Ange Postecoglou.
Ange Postecoglou. AFP

Skoska knattspyrnufélagið Celtic hefur gengið frá ráðningu Ange Postecoglou sem knattspyrnustjóra. Hann skrifar undir eins árs samning við félagið.

Eddie Howe þótti líklegastur til að taka við Celtic en viðræður félagsins við Howe báru ekki árangur og var Postecoglu því ráðinn í starfið.

Postecoglou stýrði síðast Yokohama Marinos í japönsku deildinni en hann gerði liðið að japönskum meistara árið 2019. Þá gerði hann Brisbane Roar að tvöföldum áströlskum meistara, áður en hann tók við ástralska landsliðinu og stýrði því með góðum árangri í fjögur ár.

Celtic þurfti að horfa á eftir Skotlandsmeistaratitlinum til erkifjendanna í Rangers á síðustu leiktíð eftir níu ára sigurgöngu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert