Mewis hetja Bandaríkjanna

Miðjukonan Samantha Mewis fagnar sigurmarki sínu í Houston í nótt.
Miðjukonan Samantha Mewis fagnar sigurmarki sínu í Houston í nótt. AFP

Samantha Mewis reyndist hetja Bandaríkjanna þegar liðið tók á móti Portúgal í vináttulandsleik kvenna í knattspyrnu í Houston í Bandaríkjunum í nótt.

Mewis skoraði sigurmark leiksins á 76. mínútu en leiknum lauk með 1:0-sigri Bandaríkjanna.

Bandaríska liðið er á ótrúlegu skriði en liðið tapaði síðast landsleik hinn 19. janúar árið 2019 gegn Frakklandi í Le Havre, 1:3.

Vlatko Andonovski stýrir bandaríska landsliðinu í dag en hann tók við liðinu af Jill Ellis sem lét af störfum í október 2019 en hún hafði þá stýrt liðinu í fimm ár.

mbl.is