Milos að taka við Hammarby

Milos Milojevic er að taka við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.
Milos Milojevic er að taka við Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Knattspyrnuþjálfarinn Milos Milojevic er að taka við sænska úrvalsdeildarfélaginu Hammarby. Það er sænski miðillinn Expressen sem greinir frá þessu.

Milos, sem hefur stýrt Breiðabliki og Víkingi úr Reykjavík hér á landi, er í dag aðstoðarþjálfari Rauðu stjörnunnar í Serbíu.

Hann þekkir vel til í Svíþjóð eftir að hafa verið bæði aðstoðar- og aðalþjálfari Mjällby en hann var ráðinn aðstoðarþjálfari liðsins í janúar 2018 og tók alfarið við liðinu um sumarið.

Hammarby er að stærstum hluta í eigu sænska knattspyrnumannsins Zlatan Ibrahimovic en Stefan Billborn var rekinn frá félaginu á dögunum eftir slæmt gengi í fyrstu leikjum tímabilsins.

Hammarby er í áttunda sæti sænsku úrvalsdeildarinnar eftir átta fyrstu umferðir tímabilsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert