Fyrsti sigur Finna kom eftir óhugnanlegt atvik

Finnar fagna sigurmarkinu.
Finnar fagna sigurmarkinu. AFP

Finnland vann sinn fyrsta sigur á stórmóti karla í fótbolta er liðið vann Dani, 1:0, í fyrsta leik liðanna á lokamóti EM á Parken í Kaupmannahöfn í dag. 

Sigurinn fellur í skugga atviks sem átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Christian Eriksen hneig niður og þurfti á end­ur­lífg­un að halda. Sem betur fer er líðan Eriksens stöðug, en margir óttuðust um líf danska miðjumannsins.

Leiknum var hætt eftir atvikið, en hann síðan kláraður í kvöld. Joel Pohjanpalo skoraði sigurmarkið á 59. mínútu. Pierre-Emile Højbjerg fékk gott færi til að jafna metin á 74. mínútu en Lucas Hrádecký í marki Finna varði frá honum. 

Belgía og Rússland eru einnig í B-riðlinum og stendur leikur þeirra yfir, en Belgía er með 2:0-forskot. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert