Ramos gæti snúið aftur á heimaslóðir

Það bendir allt til þess að Sergio Ramos sé á …
Það bendir allt til þess að Sergio Ramos sé á förum frá Real Madrid. AFP

Spænska knattspyrnufélagið Sevilla hefur boðið Sergio Ramos, fyrirliða Real Madrid og spænska landsliðsins, fimm ára samning. Það er Mundo Deportivo sem greinir frá þessu.

Samningur Ramos við Real Madrid rennur út í sumar og er honum þá frjálst að yfirgefa félagið sem hann hefur leikið með frá árinu 2005.

Miðvörðurinn, sem er 35 ára gamall, er uppalinn hjá Sevilla og lék rúmlega 50 leiki fyrir félagið áður en hann gekk til liðs við Real Madrid.

Ramos hefur verið algjör lykilmaður hjá Real Madrid undanfarin fimmtán ár en hann hefur fimm sinnum orðið Spánarmeistari með liðinu og fjórum sinnum Evrópumeistari.

mbl.is