Tileinkaði Eriksen markið

Romelu Lukaku kemur skilaboðum áleiðis til Christian Eriksen.
Romelu Lukaku kemur skilaboðum áleiðis til Christian Eriksen. AFP

Romelu Lukaku kom Belgíu í 1:0 gegn Rússlandi á 10. mínútu er liðin mættust í B-riðli á EM karla í fótbolta í Sankti Pétursborg í kvöld. 

Lukaku fagnaði með því að hlaupa að myndavél og kalla: „Ég elska þig Chris,“ og voru skilaboðin til Christian Eriksen, liðsfélaga hans hjá Inter Mílanó á Ítalíu. 

Eriksen hneig niður fyrr í dag í leik Dana og Finna og var strax ljóst að um al­var­legt at­vik væri að ræða. Læknalið var taf­ar­laust kallað til og hóf strax end­ur­lífg­un­ar­tilraun­ir. Eftir um stundarfjórðung var Eriksen færður með meðvitund á spítala og er líðan hans nú stöðug. 

mbl.is