Twitter logaði vegna Eriksens – samstaðan mögnuð

Christian Eriksen þegar hann var borinn af velli.
Christian Eriksen þegar hann var borinn af velli. AFP

Það má segja að öllum þeim sem horfðu á leik Danmerkur gegn Finnlandi hafi brugðið harkalega í brún undir lok fyrri hálfleiks þegar Christian Erik­sen, miðjumaður danska landsliðsins, hneig niður, missti meðvitund og virtist ekki anda um tíma. Allt tiltækt læknalið var kallað til þess að framkvæma endurlífgun og sýndu liðsfélagar hans sögulega samstöðu með því að mynda skjöld utan um hann.

Íslenskir og erlendir áhorfendur höfðu miklar áhyggjur af Eriksen og þótti samstaðan sem myndaðist innan sem utan vallarins ótrúleg.

Stuðningsmenn finnska landsliðsins fögnuðu þegar danska landsliðið kom á völlinn að nýju:

Í stúkunni hrópuðu finnskir stuðningsmenn „Christian“ og þeir dönsku „Eriksen“:

Margir óttuðust hreinlega um líf Eriksens:

Þá sýndu margir samstöðu með því að deila einfaldlega danska fánanum og hjarta í formi lyndistákna:


Það þótti mikill léttir að sjá að mynd þar sem glitti í Eriksen með meðvitund:

Viðbrögð danska landsliðsins þóttu aðdáunarverð:

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert