Eriksen fór í hjartastopp

Christian Eriksen hneig niður í fyrsta leik Dana á EM …
Christian Eriksen hneig niður í fyrsta leik Dana á EM í Kaupmannahöfn. AFP

Danski knatt­spyrnumaður­inn Christian Erik­sen fór í hjartastopp er hann hneig niður á Parken-vellinum í Kaupmannahöfn í fyrsta leik Dana á EM gegn Finnum í gær.

Morten Boesen, lækn­ir danska liðsins, staðfesti þetta við fréttamanninn Mattias Karén. „Hann var dáinn, við náðum honum aftur með hjartastuðtæki. Hversu nálægt vorum við því að missa hann? Ég veit það ekki,“ er haft eftir Boesen.

Erik­sen hneig niður und­ir lok fyrri hálfleiks og var ótt­ast um líf hans. Eft­ir nokkra aðhlynn­ingu komst hann aft­ur til meðvit­und­ar og á spít­ala. Danska knattspyrnusambandið hefur sagt frá því að líðan hans sé stöðug og þá sendi leikmaðurinn liðsfélögum sínum kveðju í gærkvöldi.

mbl.is