Skoraði glæsimark í stórsigri

Samúel Kári Friðjónsson.
Samúel Kári Friðjónsson. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Samú­el Kári Friðjóns­son, leikmaður norska knatt­spyrnu­fé­lags­ins Vik­ing, skoraði glæsimark í 4:1-sigri liðsins á Vålerenga í efstu deildinni í kvöld.

Íslendingurinn var í byrjunarliðinu og var tekinn af velli á 79. mínútu í liði Viking sem hefur nú unnið fjóra af fyrstu sjö leikjum sínum og situr í 5. sæti með 12 stig, fjórum stigum frá toppnum. Samúel kom heimamönnum í 3:1-forystu á 73. mínútu með þrumuskoti eina 17 metra frá marki, þversláin og inn. Selfyssingurinn Viðar Örn Kjartansson var ekki með Vålerenga vegna meiðsla.

Miðjumaður­inn, sem er 25 ára gam­all, sneri aft­ur til Nor­egs í októ­ber 2020 þegar hann gekk til liðs við Vik­ing eft­ir hálft tíma­bil með Pader­born í þýsku 1. deild­inni.

mbl.is