Slasaðist alvarlega á Wembley

Áhorfendur á Wembley fylgjast með leik Englands og Króatíu sem …
Áhorfendur á Wembley fylgjast með leik Englands og Króatíu sem Englendingar unnu 1:0. AFP

Áhorfandi á leik Englands og Króatíu í lokakeppni Evrópumóts karla í fótbolta sem fram fór á Wembley í dag varð fyrir alvarlegum meiðslum á meðan leikurinn stóð yfir.

Talsmaður Wembley staðfesti við fjölmiðla að áhorfandinn hefði fallið rétt eftir að flautað var til leiks og hefði fengið aðhlynningu á staðnum áður en hann var fluttur á sjúkrahús, alvarlega slasaður.

Hann sagði ennfremur að unnið væri að rannsókn málsins í samvinnu við UEFA.

mbl.is