Yngsti leikmaðurinn til að spila á EM

Jude Bellingham með knöttinn gegn Króatíu í dag.
Jude Bellingham með knöttinn gegn Króatíu í dag. AFP

Knattspyrnumaðurinn Jude Bellingham varð í dag yngsti leikmaðurinn til að spila á Evrópumeistaramóti landsliða er hann kom inn sem varamaður fyrir England í 1:0-sigri gegn Króatíu í dag.

Bellingham er aðeins 17 ára gamall en hann kom inn fyrir fyrirliðann Harry Kane í síðari hálfleik er Englendingar unnu fyrsta leik sinn í D-riðlinum. Bellingham, sem spilar með Dortmund í Þýskalandi, er jafnframt yngsti leikmaðurinn til að spila landsleik fyrir Englendinga á stórmóti.

Fyrri methafinn var Hollendingurinn Jetro Willems sem var 18 ára þegar hann tók þátt á EM árið 2012.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert