Ég fylgdist með því hvar hann stóð

Patrik Schick fagnar fyrra marki sínu í sigrinum í dag.
Patrik Schick fagnar fyrra marki sínu í sigrinum í dag. AFP

Patrik Schick, sóknarmaður tékkneska landsliðsins, segist hafa verið búinn að fylgjast með staðsetningum Davids Marshalls, markmanns Skotlands, í leik liðanna áður en hann skoraði rétt fyrir framan miðju og tryggði Tékklandi 2:0-sigur á EM í dag.

Schick átti stórleik og skoraði einnig fyrra mark Tékka með laglegum skalla undir lok fyrri hálfleiks.

„Það er alltaf erfitt að spila gegn okkur. Við erum með fjöldann allan af duglegum leikmönnum.

Skotland var erfiður andstæðingur en við vorum viðbúnir taktíkinni þeirra,“ sagði hann í samtali við BBC eftir leik.

Spurður út í magnað mark sitt frá miðju snemma í síðari hálfleiknum sagðist Schick hafa verið búinn að sjá að Marshall ætti það til að standa framarlega.

„Ég sá hann standa framarlega, ég hafði auga með þessu í fyrri hálfleik og velti því fyrir mér hvenær þetta augnablik kæmi. Ég var að fylgjast með því hvar hann stóð,“ sagði framherjnn knái sem leikur með Leverkusen í Þýskalandi og skoraði 13 mörk fyrir liðið á nýliðnu keppnistímabili. Þá hefur hann núna skorað 13 mörk í 27 landsleikjum Tékka.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert