Illa brotinn en laus af gjörgæslu

Áhorfendur á Wembley í gær voru 22.500 en leyfilegt var …
Áhorfendur á Wembley í gær voru 22.500 en leyfilegt var að sitja í fjórða hverju sæti. AFP

Stuðningsmaður enska knattspyrnuliðsins Aston Villa sem slasaðist alvarlega á Wembley-leikvanginum í London í gær þegar leikur Englands og Króatíu í lokakeppni EM var nýhafinn er kominn af gjörgæslu.

Stuðningsmaðurinn, sem er kallaður Jon í breskum fjölmiðlum, var að koma fyrir fána á áhorfendapöllunum þegar hann hrapaði niður í heiðursstúku vallarins.

Birmingham Mail hefur eftir vinum hans að hann hafi mjaðmagrindarbrotnað, lærbrotnað og ökklabrotnað á báðum fótum.

mbl.is